Umsagnir
Hildigunnur Guðmundsdóttir, húsfreyja á Auðkúlu í Arnarfirði
Hildigunnur Guðmundsdóttir fékk æxli í skjaldkirtlinn og það þurfti að fjarlægja hann. Við aðgerðina urðu kalkkirtlar óvirkir og kalkbúskapur líkamans fór úr skorðum. Kalkskorturinn lýsti sér í miklum dofa, stirðleika og liðverkjum. Til að ráða bót á þessu var Hildigunni ráðlagt að taka kalk og tók hún allt að 22 töflur á dag, en blóðprufur sem hún fór í á hálfsmánaðar fresti sýndu alltaf sama ójafnvægið í kalkbúskapnum og heilsufarið batnaði ekki.
Hildigunnur frétti af Hafkalki og ákvað að prófa það. Fljólega sýndu rannsóknir að komið var jafnvægi á kalkbúskapinn þrátt fyrir mun minni skammta af kalki en áður. Hildigunni líður nú miklu betur og þarf aðeins að mæta til eftirlits tvisvar á ári.
Grétar Arnbergsson "Grétar á gröfunni"
Grétar Arnbergsson á Flateyri axlarbrotnaði þann 14. mars 2009. Bæklunarlæknir hans var ekki bjartsýnn á að almennileg virkni næðist í axlarliðinn. Grétar byrjaði að taka HAFKALK um mánaðarmótin júní/júlí og er sannfærður um að beinin hafi gróið fyrr og betur en annars hefði verið. Hafkalkið hafi flýtt fyrir bata og hreyfigetan sé mun betri en búist var við. að öðru leyti segist Grétar finna mikinn mun á sér, verkir í hnjánum séu horfnir. Hann hafi ekið frá Borgarfirði eystri og til Flateyrar síðla sumars, án mikillar hvíldar, og lítið fundið fyrir verk í mjaðmarlið. Liðverkirnir hefðu verið að plaga hann lengi og Grétar segist geta mælt með hafkalkinu, það virki.
Ebba Jónsdóttir, húsfreyja á Hóli í Önundarfirði
Jensína Ebba Jónsdóttir var lengi þjáð af verkjum í hnjám vegna brjóskeyðingar. Hún hefur tekið Hafkalk í lengri tíma af því það virkar vel á hana.
Ebba, eins og hún er jafnan kölluð, er verkjalaus í dag. Mest voru verkirnir að hrjá hana á nóttunni, en í dag er, sagan önnur. Verkirnir eru horfnir og líðan hennar miklu betri. Ebba mælir því hiklaust með Hafkalki.
Þorgerður Einarsdóttir, dagmamma í Kópavogi
Ég fékk slæma vefjagigt upp úr sjálfsofnæmi og fylgdu því miklir verkir og bólgur. Eftir að ég hafði prófað mig áfram með ýmis náttúruefni þá datt ég niður á þörunga hafkalkið. Ég fann smám saman að það dró úr verkjum og bólgum og líkaminn virðist vinna betur á allan hátt. Eftir að hafa tekið Hafkalk inn í nokkurn tíma finn ég stóran mun og það nægir mér. Ég mæli því hiklaust með inntöku Hafkalks og þakka kærlega fyrir.
Bleikt.is
HAFKALK: Undravert fæðubótarefni sem styrkir hár og neglur. Náttúra hafsins er rík af auðlindum og við strendur Íslands er gnægð afurða að finna sem efla líkamsstyrk og heilbrigði. Kalkþörungar eru þekktir fyrir uppbyggileg áhrif á líkamsstarfssemi, en á Bíldudal hefur Íslenska Kalkþörungafélagið verið starfrækt í nokkur ár. Fæðubótaefni er meðal þeirra afurða sem fyrirtækið vinnur úr kalkþörungum. Fyrirtækið Hafkalk ehf. var stofnað fyrir tveimur árum til að selja afurðir verksmiðjunnar á innanlandsmarkaði og hefur framleiðslan fengið einkar góðar viðtökur. Lesið meira hér!